Browsed by
Tag: Kvikar smámyndir

Föndrið

Föndrið

Á vorin koma skólakrakkar heim með allt föndrið úr skólanum sem þeir hafa gert yfir veturinn. Þannig er það líka í Háskóla Íslands.

Hér er megnið af því sem ég hef gert í vetur, ýmist einn eða með öðrum – og allt sem verður birt opinberlega:

Hlaðvarp: Allt um októberfest

Októberfest er meira en bara bjór, þó að hann sé vissulega mikilvægur hluti af hátíðinni. Ef vel á að takast til þarf líka að hafa viðeigandi tónlist, viðeigandi föt og viðeigandi mat. Hér er fjallað um það helsta sem þarf að vera til staðar til að skapa rétta andann fyrir októberfestið.

Lífssagan: Ég lít á þetta sem geðrækt – Gréta og gærurnar

Gréta Pálsdóttir (mamma) hefur frá unga aldri verið áhugamanneskja um ull og ullarvinnslu. Hún hefur unnið með ullina á öllum stigum, allt frá því hún kemur af skepnunni þar til hún verður að fullkláraðri afurð. Hér spjallar hún um þetta áhugamál sitt og sýnir okkur ullina á nokkrum ólíkum framleiðslustigum.

Hugvekja: Gargandi snilld

Unnið ásamt þeim sem nefnd eru í kreditlistanum í lok þáttarins.

Kynningarmyndband fyrir Bókhlöðuna

Unnið ásamt Áslaugu Tóku Gunnlaugsdóttur, í samvinnu við Bókhlöðuna.

Hvað er máltækni og hvaða máli skiptir hún fyrir íslensku?

Unnið ásamt Viðari Snæ Garðarssyni, í samvinnu við Vísindavefinn og Eirík Rögnvaldsson.

Reykjavík

Ljósmyndabók, þar sem skoðuð eru áhrif ferðamennsku á Reykjavík. Einnig er borgin skoðuð með augum ferðamanna.
Smelltu hér til að sækja bókina á PDF-formi.