Útskrifaður/útskúfaður
Námstörninni sem staðið hefur yfir frá því í september 2015 lauk um síðustu helgi með tvöfaldri útskrift.
Lokaverkefnið var vefurinn Orðabókin.is ásamt greinargerð um vinnslu vefsins.
En þó að vefnum hafi verið skilað sem lokaverkefni fær hann núna að öðlast sjálfstætt líf.
Hægt er að fylgjast með fréttum af verkefninu á vefnum blogg.ordabokin.is, á Facebook-síðu undir nafninu Málfarslögreglan eða á Twitter-síðunni malfarslogregla.
Og nú þegar verndaðs umhverfis skólans nýtur ekki lengur við er kominn tími til að fara aftur út í þetta raunverulega líf og leita að einhverri almennilegri vinnu.
Ef einhver þarna úti vill ráða til sín íslenskufræðing, menningarmiðlara og vefmiðlara, sem hefur reynslu af textagerð, miðlun og vinnslu efnis fyrir vefinn og ýmislegu fleira, má hafa samband hér.