Browsed by
Tag: Skólinn

Útskrifaður/útskúfaður

Útskrifaður/útskúfaður

Námstörninni sem staðið hefur yfir frá því í september 2015 lauk um síðustu helgi með tvöfaldri útskrift.

Lokaverkefnið var vefurinn Orðabókin.is ásamt greinargerð um vinnslu vefsins.

En þó að vefnum hafi verið skilað sem lokaverkefni fær hann núna að öðlast sjálfstætt líf.
Hægt er að fylgjast með fréttum af verkefninu á vefnum blogg.ordabokin.is, á Facebook-síðu undir nafninu Málfarslögreglan eða á Twitter-síðunni malfarslogregla.

Og nú þegar verndaðs umhverfis skólans nýtur ekki lengur við er kominn tími til að fara aftur út í þetta raunverulega líf og leita að einhverri almennilegri vinnu.

Ef einhver þarna úti vill ráða til sín íslenskufræðing, menningarmiðlara og vefmiðlara, sem hefur reynslu af textagerð, miðlun og vinnslu efnis fyrir vefinn og ýmislegu fleira, má hafa samband hér.

Tvö útskriftarskírteini
Útskriftarskírteinin
Er bloggið dautt?

Er bloggið dautt?

Nei. Það er bara í pásu.

Þó að þessi vefur hafi verið óvirkur undanfarnar vikur hef ég samt verið duglegur að tjá mig á öðrum vettvangi; nefnilega á þessum vef, þar sem fluttar eru fréttir af gangi lokaverkefnisins sem ég er að vinna að í skólanum.

Lokaafurð verkefnisins verður vefurinn orðabókin.is, auk greinargerðar um framkvæmd og vinnslu vefsins. Þetta á allt saman að verða tilbúið til afhendingar 16. janúar næstkomandi og verður því í vinnslu þangað til.

Föndrið

Föndrið

Á vorin koma skólakrakkar heim með allt föndrið úr skólanum sem þeir hafa gert yfir veturinn. Þannig er það líka í Háskóla Íslands.

Hér er megnið af því sem ég hef gert í vetur, ýmist einn eða með öðrum – og allt sem verður birt opinberlega:

Hlaðvarp: Allt um októberfest

Októberfest er meira en bara bjór, þó að hann sé vissulega mikilvægur hluti af hátíðinni. Ef vel á að takast til þarf líka að hafa viðeigandi tónlist, viðeigandi föt og viðeigandi mat. Hér er fjallað um það helsta sem þarf að vera til staðar til að skapa rétta andann fyrir októberfestið.

Lífssagan: Ég lít á þetta sem geðrækt – Gréta og gærurnar

Gréta Pálsdóttir (mamma) hefur frá unga aldri verið áhugamanneskja um ull og ullarvinnslu. Hún hefur unnið með ullina á öllum stigum, allt frá því hún kemur af skepnunni þar til hún verður að fullkláraðri afurð. Hér spjallar hún um þetta áhugamál sitt og sýnir okkur ullina á nokkrum ólíkum framleiðslustigum.

Hugvekja: Gargandi snilld

Unnið ásamt þeim sem nefnd eru í kreditlistanum í lok þáttarins.

Kynningarmyndband fyrir Bókhlöðuna

Unnið ásamt Áslaugu Tóku Gunnlaugsdóttur, í samvinnu við Bókhlöðuna.

Hvað er máltækni og hvaða máli skiptir hún fyrir íslensku?

Unnið ásamt Viðari Snæ Garðarssyni, í samvinnu við Vísindavefinn og Eirík Rögnvaldsson.

Reykjavík

Ljósmyndabók, þar sem skoðuð eru áhrif ferðamennsku á Reykjavík. Einnig er borgin skoðuð með augum ferðamanna.
Smelltu hér til að sækja bókina á PDF-formi.